<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4015198\x26blogName\x3dF%C3%A9lag+%C3%8Dslenskra+L%C3%A6knanema+%C3%AD+Ungverjal...\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://debrecen.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://debrecen.blogspot.com/\x26vt\x3d-4253054521560660683', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 

Sunday, March 25, 2012

Eins og þið hafið séð þá er þessi síða ekki í notkun lengur. Við bendum ykkur á ungverjaland.com sem er nú í vinnslu og verður komin í loftið bráðlega.

Bestu kveðjur,
Helgi Davíð

Thursday, March 06, 2008

Atvinnuauglýsing

Ég var að fá tölvupóst frá Droplaugarstöðum og þau báðu mig um að koma þessari auglýsingu til skila. Ég hef sjálfur unnið á Droplaugarstöðum síðan 2006 og mér hefur líkað mjög vel.

Bestu kveðjur,
Helgi Davíð

---

Kæri læknanemi,

Droplaugarstaðir, hjúkrunarheimili Snorrabraut 58 er í hjarta borgarinnar . Fallegt og heimilislegt heimili þar sem allir íbúar búa í einbýli með sérbaði. Heimilið skiptist í 3 hæðir / deildir þar sem á hverri deild eru þrír heimilislegir íbúðarkjarnar þar sem saman búa 8 eða 10 manns.

Við erum að leita að metnaðarfullum og áhugasömum læknanemum til að starfa með okkur, með skóla , yfir sumarmánuði eða hvoru tveggja. Ýmsir möguleikar eru varðandi vinnutíma því hér er unnið eftir Time care vaktaskipulagskerfi. Droplaugarstaðir er góður vinnustaður til að öðlast reynslu í námi og starfi. Margir nemar sem hafa unnið hjá okkur hafa starfað hér í mörg ár.

Komið - skoðið og spjallið. Við tökum vel á móti ykkur .

Frekari upplýsingar veita:

Ingibjörg Þórisdóttir starfsmanna og gæðastjóri
ingibjorg.halla.thorisdottir@reykjavik.is
Sími 414-9503

Ingibjörg Bernhöft Forstöðumaður
Ingibjorg.bernhoft@reykjavik.is
Sími 414-9502

Ingibjörg Ólafsdóttir deildarstjóri 4. hæðar
Ingibjorg.olafsdottir@reykjavik.is
Sími 414-9561

Gyða Þorgeirsdóttir deildarstjóri 3. hæðar
Gyda.thorgeisdottir@reykjavik.is
Sími 414-9541

Ragnheiður Tómasdóttir deildarstjóri 2. hæðar
Ragnheidur.tomasdottir@reykjavik.is
Sími 414-9521

Wednesday, November 07, 2007

Golyabal

Það næsta sem við eigum við árshátíð, Golyaballið, verður haldið um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 10. nóv n.k. Um er að ræða mjög fínan dansleik, haldinn í Kossuth byggingunni (aðalbyggingu skólans). Karlmenn mæta í jakka með bindi og konur í kjólum.

Opinber tilgangur dansleiksins er að bjóða nýnema velkomna og fá þeir því sérstakan afslátt af miðaverði.

Við ætlum nokkur að fjölmenna á skrifstofu HÖK (ungverska nemendafélagið) eftir hádegi í dag og kaupa miða. Sú hugmynd hefur líka komið upp að taka mat á staðnum.

Verð:
Miði á ballið:
-Nýnemar: 1500 HUF
-Eldri nemar: 1800 HUF
-Ekki nemar: 4000 HUF

Frátekið borð (fyrir fjóra): 1000 HUF
Matur: 3200 HUF á mann

Ef einhver vill slást í för með okkur á eftir (og svo á ballið) er um að gera að slá á þráðinn til Kristófers í síma 06 70 635 6783

Tuesday, September 04, 2007

Sparnaður hjá Vodafone


Ég ákvað að kíkja aðeins til þeirra á Vodafone og kanna hvort það væri ekki möguleiki á að finna betri áskriftarleið því maður er að eyða fleiri þúsundum á mánuði í gemsann hérna úti. Ég komst að því að þegar maður fær sér Vitamax kort hjá þeim þá ferðu sjálfkrafa í Vitamax Uno sem er langdýrasti kosturinn.


Það er hins vegar til önnur leið: Vitamax Joker Plusz. Sú leið hefur þann ókost að hafa fast mánaðargjald upp á 480 ft en þegar litið er á heildarpakkann þá er það ekki lengi að borga sig eins og sjá má á dæminu hér fyrir neðan.


Að skipta milli áskriftaleiða er leikur einn, þú sendir bara kóða með sms á 1270 og þá skiptirðu um pakka. Fyrst fékk ég svar frá þeim um að það muni taka innan við 5 virka daga að skipta um og að síminn verði óvirkur þangað til. Tveimur mínútum síðar fékk ég svo annað sms þar sem mér var óskað til hamingju með skiptinn og þá var allt klárt. Það er svo hægt að skipta um áskriftaleiðir einu sinni á hverri hleðslu þannig að þegar þú ferð heim til Íslands skiptirðu einfaldlega aftur yfir í Vitamax Uno og þá þarftu ekki að borga mánaðargjald. Báðar leiðirnar virka eins og Frelsi þannig að það er ekkert sem breytist, þú bara fyllir á eins og áður.


Dæmi:

Ég hringi sjálfur um 240 mínútur á mánuði og þar af eru um 180 mínútur innan kerfis hjá Vodafone. Ég hugsa að helmingurinn sé um helgar og eftir kl 22:00 en hinn helmingurinn á virkum dögum.


Vitamax Uno, kóði: TV UV
Alla daga fast gjald: 39 ft á mínútu (jafnt innan kerfis sem utan).
Sms: 24 ft.
Mánaðargjald: 0 ft.

Heildarkostnaður: 9.360 ft á mánuði.
// 240 mínútur * 39 ft


Vitamax Joker Plusz, kóði: TV JPV
Breytilegt verð.
Innan kerfis: 9 - 25 ft á virkum dögum og 9 ft um helgar.
Utan kerfis: 18 – 35 ft á virkum dögum og 18 ft um helgar.
Sms: 18 ft.
Mánaðargjald: 480 ft.

Heildarkostnaður: 4.530 ft á mánuði.
// 90 mínútur á virkum dögum innan kerfis, meðalverð ca. 20 ft => 1800 ft.
90 mínútur um helgar innan kerfis, verð 9 ft => 810 ft.
30 mínútur á virkum dögum utan kerfis, meðalverð ca. 30 ft => 900 ft.
30 mínútur um helgar utan kerfis, verð 18 ft => 540 ft.
Mánaðargjald: 480 ft.


Það fer ekki á milli mála að Vitamax Joker Plusz er mun ódýrari og til þess að munurinn nái ekki að borga upp mánaðargjaldið þá þarftu að nota gemsann alveg afskaplega lítið. Verð á mínútu í Joker Plusz er á milli 9 ft til 35 ft þannig að það er aldrei dýrara en Vitamax Uno.


Þannig að nú er bara um að gera og senda sms: “TV JPV” á 1270 og byrja að spara :)


Bestu kveðjur,
Helgi Davíð

Tuesday, July 17, 2007

Nýnemar hittast

Nýnemarnir ætla að hittast í pizzaveislu miðvikudaginn 25.júlí heima hjá Gunnari á Tjarnarbóli 6, Seltjarnarnesi (Hvít blokk, bjalla 3-A).

Við vonumst einnig eftir að sjá sem flesta eldri nemendur!

Pizzur, snakk og fleira í boði.

Fólk má endilega boða sig í síma 8682095 eða email gunnar.hermannsson@gmail.com .. en það er ekki nauðsynlegt.

Leiðbeiningar eða spurningar berist til Gunnars í síma: 8682095.

Sunday, April 15, 2007

Kosningar 2007

Okkur gefst færi á að kjósa í Budapest, laugardaginn, 21.apríl, frá kl 10-14 á ræðisskrifstofunni,
Hún er staðsett á Orbánhegyi út. 3, HU-1126 Budapest
Þetta er semsagt Buda megin, í grennd við Déli pályaudvar uppi í brekkunum.

Monday, March 19, 2007

Fmsa.hu

Jæja, það er orðið allnokkuð síðan nokkuð hefur verið sett inn á þessa síðu. Nú mun ég bæta úr því og ég ætla að nota tækifærið til þess að kynna nýjustu síðuna í minni smiðju, http://fmsa.hu en þetta er nýja heimasíðan fyrir nemendafélag skólans.

Á þessari síðu er að finna allar helstu upplýsingar varðandi helstu málefni líðandi stundar auk þess sem hér má einnig nálgast upplýsingar varðandi kúrsana, tímasetningu skyndiprófa, spjallsvæði, myndir og fleira.

Endilega, tékkið á þessu og vonandi mun þetta koma að góðum notum.

Helgi Davíð

   

Vefstjóri